Dekkjahöllin á Akureyri hefur ákveðið að bjóða tíu stuðningsmönnum Þórs á leikinn mikilvæga á laugardaginn kemur, er Þór sækir Víking R. heim í toppslag 1. deildarinnar á Íslandsmótinu í knattspyrnu. Mjölnismenn, stuðningsmannafélag Þórs, hafa verið öflugir í stúkunni á heimaleikjum liðsins í sumar og ætla að ferðast með rútu suður um helgina til þess að hvetja sína menn áfram.
Jóhann Jónsson, markaðstjóri Dekkjahallarinnar, segir í samtali á heimasíðu Þórs að það sé kominn tími til þess að Akureyringar eigi lið í úrvalsdeildinni í karlaflokki og því vilja þeir hjálpa til með þessu framtaki. Þeir hvetja einnig önnur fyrirtæki til að fylgja þeirra fordæmi.
,,Við vildum hjálpa til og borga í rútunni fyrir tíu stuðningsmenn og hvetjum við fleiri fyrirtæki til að styðja við bakið á Mjölnismönnum,” segir Jóhann Jónsson.
Dregnir verða út tíu stuðningsmenn á fimmtudagskvöld. Þessi tíu sæti geta menn fengið með því að skrá sig á
facebook síðu Dekkjahallarinnar, http://www.facebook.com/dekkjahollin.