David Disztl farinn frá KA

David Disztl er farinn frá KA en þetta staðfestir Gunnar Gunnarsson formaður knattspyrnudeildar KA við vefmiðilinn fotbolti.net í morgun.

Disztl heldur aftur til Ungverjalands eftir að hafa leikið tvö tímabil með meistarflokki KA í 1. deild karla í knattspyrnu. Disztl átti gott tímabil í fyrra þar sem hann skoraði 15 mörk í 19 leikjum en náði sér ekki á strik í sumar.

Alls eru 14 leikmenn samningslausir hjá KA og því gætu fleiri haldið á önnur mið.

Nýjast