Dauð andarnefja fannst við Nes í Höfðahverfi

Dauð andarnefja fannst við Nes í Höfðahverfi í gærkvöld og var hún flækt í bóli, samkvæmt upplýsingum Hreiðars Þórs Valtýssonar sjávarlíffræðinngs og lektors við HA og verður hún líklega krufin.  

Líklegt má telja að þarna sé andarnefjan sem festist í bauju á Pollinum á Akureyri í vikunni og hvarf í kjölfarið. Aðeins þrjár andarnefjur hafa sýnt sig á Pollinum síðustu daga, frá því að sú fjórða festist í baujunni.

Nýjast