Daníel Berg hugsanlega liðs við Akureyri
Handknattleiksmaðurinn Daníel Berg Grétarsson er hugsanlega á leið til Akureyrar Handboltafélags og leika með liðinu í N1-deildinni í vetur. Að sögn forsvarsmanns Akureyrar ræðst það um helgina hvort af félagsskiptunum verði.
Meiri líkur en minni eru taldar á að svo verði en hann hefur þó einnig verið í viðræðum við félög fyrir sunnan. Daníel, sem er 25 ára og leikur sem leikstjórnandi, lék með Fram síðasta vetur og hefur meðal annars leikið með þýska 3. deildarliðinu Kassel.