28. maí, 2008 - 09:09
Fréttir
Dalvík/Reynir tók á móti Hvata frá Blönduósi í VISA- bikarkeppni karla í gær og fór leikurinn fram á
Árskógsvelli. Eitt mark var skorað og það gerði Jóhann Örn Jónsson fyrir gestina. Niðurstaðan því eins marks tap hjá
Dalvík/Reyni og geta þeir þá einbeitt sér að deildinni á fullu.
Dalvík/Reynir á heimaleik á föstudaginn þann 30. maí í D-riðli 3. deildar þegar Huginn kemur í heimsókn.