Dalvík/Reynir að stinga af í D- riðli 3. deildarinnar

Dalvík/Reynir er að stinga af í D- riðli 3. deildar karla í knattspyrnu en liðið hefur átta stiga forystu á toppi riðilsins eftir 4:0 sigur gegn Samherja á Hrafnagilsvelli sl. föstudag. Markús Darri Jónsson skoraði tvívegis fyrir Dalvík/Reyni í leiknum og þeir Gunnar Már Magnússon og Steinn Símonarsson sitt markið hvor.

Draupnir lá á heimavelli gegn Einherja sl. föstudag, 2:4, þar sem Áskell Jónsson og Gunnar Þór Jónsson skoruðu mörk Draupnis. Fyrir Einherja skoraði Ivo Bencun þrennu og Gísli Freyr Ragnarsson eitt mark. Þá tapaði Magni gegn Leikni F., 1:5, sl. fimmtudag. Mark Magna í leiknum skoraði Pálmar Magnússon en fyrir Leikni skoruðu þeir Vilberg Marinó Jónasson og Ævar Valgeirsson tvö mörk hvor og Almar Daði Jónsson.

Sem fyrr segir er Dalvík/Reynir á toppi deildarinnar með 15 stig, Magni hefur sjö stig í þriðja sæti, Draupnir hefur fjögur stig í fimmta sæti og Samherji rekur lestina á botninum með eitt stig.

Nýjast