Dagskrá í tengslum við átak gegn kynbundnu ofbeldi

Sextán daga átak gegn kynbundnu ofbeldi hófst 25. nóvember sl. og lýkur 10. desember nk.  Í tilefni þess verður Jafnréttisstofa með bókmenntadagskrá á Amtsbókasafninu fimmtudaginn 27. nóvember kl. 17.15.

Leikararnir Guðmundur Ólafsson, Saga Jónsdóttir og Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir lesa kafla úr skáldsögum sem tengjast kynbundnu ofbeldi. Pálína Dagný Guðnadóttir og Gréta Kristín Ómarsdóttir í Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri munu flytja ljóð.

Á liðnum áratug hefur vitneskja um kynbundið ofbeldi aukist fyrir tilstilli samtaka, stofnana og einstaklinga um allan heim.  Þó mörgu hafi verið áorkað er enn langt í land. Markmið átaksins er að knýja fram afnám alls ofbeldis gegn konum og er enginn afsláttur veittur af mannréttindum.

Nýjast