Dagskrá í Deiglunni á alþjóðlegum baráttudegi kvenna

Akureyrarakademían og Jafnréttisstofa standa fyrir dagskrá á alþjóðlegum baráttudegi kvenna sunnudaginn 8. mars kl. 20:00 í Deiglunni. Yfirskriftin er; SKUGGA-BJÖRG Kynbreyttur Skugga-Sveinn. Það eru Bjargirnar sem leiklesa en þær eru hópur kvenna úr Dalvíkurbyggð með skýr markmið og boðskap.  

Þær munu bjarga því sem bjargað verður,sálartetrinu, hlátrinum, góða skapinu, sköpunargleðinni, ærslaganginum, tilhlökkuninni, voninni, trúnni, kærleikanum og öllu sem gerir lífið þess virði að lifa því. Aðgangur ókeypis á meðan húsrúm leyfir - húsið opnað kl. 19:40.

Nýjast