Vill íþróttakennarabraut við Háskólann á Akureyri

Mynd/Karl Eskil
Mynd/Karl Eskil

Jóhannes Bjarnason íþróttafræðingur á Akureyri hefur um árabil unnið að stofnun íþróttakennaradeildar við Háskólann á Akureyri. Hann segir að margt mæli með stofnun íþróttakennaradeildar við skólann, þar sé fyrir kennaradeild á sviði hug- og félagsvísindasviðs. Námið þar miði að því að mennta kennara til starfa í leikskóla, grunnskóla eða framhaldsskóla. Þar sé líka boðið upp á framhaldsnám í menntavísindum. „Heilbrigðisvísindasviðið býður svo upp á grunnnám í hjúkrun og iðjuþjálfun. Þessar deildir eru sem sagt grunnurinn að ákveðnum námskeiðum við væntanlega íþróttakennaradeild.“

Jóhannes segir að háskólinn sé einstaklega vel staðsettur, hann  gæti hæglega haft aðgang að bestu verklegu aðstöðu sem hægt er að hugsa sér.

Ertu bjartsýnn á að þetta verði að veruleika ?

„Já, það er ég. Mér finnst þetta allt saman liggja í augum uppi, ég er sannfærður um að þessi draumur okkar rætist. Vonandi þurfum við ekki að bíða lengi, því þetta er borðleggjandi í mínum huga og margra annarra.“

Ítarlega er rætt við Jóhannes um málið í prentútgáfu Vikudags

karleskil@vikudagur.is

Nýjast