Undirskriftasöfnun um land allt til stuðningsReykjavíkurflugvelli í Vatnsmýri

Frá fjölmiðlafundi í morgun
Frá fjölmiðlafundi í morgun

Félagið Hjartað í Vatnsmýri hefur hafið undirskriftasöfnun á vefslóðinni www.lending.is þar sem skorað er á borgarstjórn Reykjavíkur og Alþingi að tryggja óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri.

Undirskriftir verða afhentar borgarstjórn áður en frestur til að gera athugasemdir við tillögu að nýju aðalskipulagi Reykjavíkur rennur út þann 20. september.

Auk vefsíðunnar verða undirskriftarlistar aðgengilegir um land allt, jafnframt því sem hagsmunir landsmanna af óbreyttri flugstarfsemi í Vatnsmýri verða kynntir.




Nýjast