Tvö glerskýli á ári

„Við höfum fjármagn til að setja upp tvö glerskýli á ári og það er forstöðumaður Strætisvagna Akureyrar sem velur þær staðsetningar sem henta best hverju sinni,“ segir Helgi Már Pálsson bæjartæknifræðingur á Akureyri. Í frétt Vikudags kvartaði Stefán Baldursson forstöðumaður SVA undan aðstöðuleysi við strætóbiðstöðuna í miðbæ Akureyrar. Hann segir að ráðast þurfi í almennar lagfæringar á svæðinu og setja upp glerskýli. „Svæðið sunnan við biðstöðuna þarfnast endurbóta, ég viðurkenni það,“ segir Helgi Már.

Lengri frétt má finna í prentútgáfu Vikudags.

throstur@vikudagur.is

Nýjast