Riverman sýnir glæsilegar Eyjafjarðarmyndir
Ljósmyndun hefur verið stórt áhugamál hjá mér í um áratug, þá keypti ég sæmilega myndavél og þar með byrjaði þetta allt saman, segir Ármann Kolbeinsson riverman - áhugaljósmyndari á Akureyri. Hann sýnir á opnu prentútgáfu Vikudags í dag glæsilegar myndir sem teknar voru á Eyjafjarðarsvæðinu.
Ég er nokkuð virkur í ÁLKA, sem er félagsskapur áhugaljósmyndara á Akureyri. Markmið félagsins er að ná saman og virkja áhugafólk um ljósmyndun, skapa því aðstöðu ásamt því að auka þekkingu og miðla meðal félagsmanna. Félagsstarfið er fjölbreytt.
Hægt er að skoða myndir Ármanns á www.flickr.com/photos/riverman
Ármann tók meðfylgjandi mynd í gærkvöld, en í prentútgáfu Vikudags í dag birtast nokkrar glæslilgar Eyjafjarðarmyndir.