Ókeypis e-kort hljóta góðar viðtökur
Viðtökurnar voru afskaplega góðar og nú er bara að sjá hvort fólk notfærir sér vefinn, segir Hulda Ólafsdóttir grafískur hönnuður sem nýverið formlega opnaði vefinn hjartalag.is. Á síðunni kynnir hún vörur sínar sem eru af ýmsu tagi en þar er líka að finna mikið úrval korta sem almenningi gefst kostur á að senda vinum og vandamönnum rafrænt, svonefnd e-kort. Um er að ræða kort sem Hjartalag hefur gefið út á prenti undanfarin ár auk þess sem bæði nýjum og eldri kortum hefur verið bætt við. Það bætast svo jafnt og þétt við ný kort, þannig að fólk ætti að finna eitthvað sem er við hæfi hverju sinni, segir Hulda.
Mikið úrval rafrænna korta á vefnum
Rafrænu kortin getur almenningur nýtt sér að vild og án endurgjalds. Ég fann greinilega mikinn áhuga hjá fólki sem ég hitti á Hrafnagili þar sem ég kynnti vefinn minni og hvernig þetta virkar. Margir lýstu yfir áhuga á að senda kort af vefnum til ættingja og vina og þótti þetta framtak hið besta mál, segir Hulda. Fjöldi korta er í boði, tækifæriskort af öllu tagi eins og boðskort í hina ýmsu viðburði innan fjölskyldunnar, brúðkaup, fermingu, skírn eða afmæli svo eitthvað sé nefnt.
Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags