Nýtt húsnæði við Háskólann á Akureyri afhent

Fimmti og síðasti áfangi bygginga við Háskólann á Akureyri verður afhentur í dag.  Framkvæmdir voru boðnar út í fyrrasumar og tilboði í verkið frá SS byggir tekið, en um er að ræða nýbyggingu, um 750 fermetra að stærð, á tveimur hæðum og þar eru skrifstofur, tengigangur og stoðrými.

Ólafur Búi Gunnlaugsson forstöðumaður fasteigna og rekstrar við Háskólann á Akureyri segir að alls verði í nýbyggingunni 27 skrifstofurými fyrir starfsfólk háskólans. Með tilkomu þeirra verði bætt úr þörf fyrir slíkt rými, en kennarar og annað starfsfólk hafi áður samnýtt kennslustofur og annað minna rými innan háskólans fyrir vinnuaðstöðu.

 

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast