Nýr spurningaleikur fyrir snjallsíma

Akureyrska nýsköpunarfyrirtækið Appia ehf. hefur hleypt af stokkunum nýjum spurningaleik fyrir snjallsíma sem nefnist 2know. Leikurinn gengur út á að spila spurningaleiki, búa til eigin spurningaleiki, með eða án mynda, og deila þeim leikjum með vinum eða öllum heiminum. Í leiknum verður einnig hægt að keppa um verðlaun í spurningaleikjum frá fyrirtækjum. Því er hægt að nota leikinn til að vinna til verðlauna, fræðast eða brjóta upp dautt partý með skemmtilegum leik. Leikurinn er allur á íslensku og er í honum að finna spurningagrunn með yfir 10.000 spurningum í ýmsum flokkum, þar á meðal krakkaflokk.

 

Upphaf verkefnisins má rekja til Atvinnu- og nýsköpunarhelgarinnar sem haldin var á Akureyri í apríl sl. Þar lögðu forsvarsmenn verkefnisins, Matthías Rögnvaldsson, Björn Gíslason og Herdís Björk Þórðardóttir, fyrstu drög af leiknum og stofnuðu fyrirtækið Appia ehf. í framhaldinu utan um verkefnið.

Nýjast