Norðurlandamót í ólympískum lyftingum haldið á Akureyri
Mótið verður haldið í Íþróttahöllinni í dag, laugardag. Lyftingamót á þessum skala eru ekki daglegt brauð hér á landi. Síðast þegar Norðurlandameistaramótið var haldið hér á Íslandi var það árið 1989 og var það einmitt á Akureyri, einnig í Höllinni. Keppni í kvennaflokki hefst klukkan 09.00 í Íþróttahöllinni en svo taka karlarnir við klukkan 14.00. Sýnt verður beint frá mótinu í gegnum vefvarp Þórs, http://thorsport.is/tv/