Margir vilja verða framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar
Um 20 umsóknir bárust um stöðu framkvæmdastjóra Golfklúbbs Akureyrar.
Jón Steindór Árnason varaformaður klúbbsins segir að gengið verði frá ráðningu í stöðuna á næstu vikum, að loknu því ráðningarferli sem er í gangi.
Nýr framkvæmdastjóri tekur við stöðunni í haust af Höllu Sif Svavarsdóttur sem verið hefur við stjórnvölin hjá Golfklúbbi Akureyrar í alls 10 ár, þ.e. undanfarin 7 ár samfleytt og einnig var hún framkvæmdastjóri árin 1997-1999.