Lundinn hvarf skyndilega

Lundi í Grímsey/mynd Ragnar Hólm
Lundi í Grímsey/mynd Ragnar Hólm

„Það gerði brælu um mánaðamótin og þá bara hvarf nánast allur lundi úr eyjunni og við höfum enga haldbæra skýringu á því. Þetta er auðvitað mikið rætt hérna og ýmsar skýringar hafa svo sem verið nefndar,“ segir Bjarni Magnússon í Grímsey en hann hefur háfað lunda í Grímsey í áratugi.

Lundaveiðin hefst venjulega 1. júlí og segir Bjarni að veiðin hafi verið frekar dræm. „Svo bara kom norðan bræla og hauga brim um síðustu mánaðamót og þá létu þeir sig hverfa,“ segir Bjarni. Venjulega yfirgefur lundinn Grímsey seinnipartinn í ágúst. Bjarni segir að lundinn hafi að vísu komið nokkuð snemma í vor.

 

karleskil@vikudagur.is

Nýjast