Kolbeinn tvöfaldur Norðurlandameistari
Kolbeinn Höður Gunnarsson úr UFA sigraði í 200 og 400 m hlaupi á Norðurlandameistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fram fór í Finnlandi nýverið. Kolbeinn hljóp 200 m á tímanum 21,45 sek. sem er næstbesti árangur í greininni. Í 400 m hlaupinu kom Kolbeinn í mark á tímanum 47,91 sek. og sló þar með sex ára gamalt met Sveins Elíasar Sveinssonar. Ásgerður Jana Ágústsdóttir hjá UFA keppti einnig á mótinu og hafnaði í sjöunda sæti í spjótkasti og í áttunda sæti í kúluvarpi.