Gripið verður til aðhaldsaðgerða, gerist þess þörf

„Það er erfitt að láta enda ná saman, það er alveg ljóst. Við ráðum hins vegar við reksturinn, svo þungur er hann ekki,“ segir Oddur Helgi Halldórsson bæjarfulltrúi L-listans á Akureyri, aðspurður um afkomu bæjarins á árinu.

Sex mánaða uppgjör hefur verið lagt fram í bæjarráði, en bæjarfulltrúar eru bundnir trúnaði um niðurstöðuna. Samkvæmt heimildum Vikudags er hallinn á bilinu 300 til 400 milljónir króna. Til samanburðar styrkir bærinn rekstur Hofs um 300 milljónir króna á ári.

Sigurður Guðmundsson bæjarfulltrúi Bæjarlistans segir að grípa verði til aðgerða og það strax.

 „Ef grípa þarf til einhverra aðhaldsaðgerða verður það gert í haust,“ segir Oddur Helgi.

 

Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

Nýjast