Gegn svartri atvinnustarfsemi

Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands
Arnheiður Jóhannsdóttir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands

Markaðsstofa Norðurlands skorar á ráðherra ferðamála að beita sér þegar í stað af hörku gegn ólöglegri atvinnustarfsemi innan ferðaþjónustu. Í tilkynningu segir að mikil þörf sé á markvissum aðgerðum yfirvalda til þess að sporna við ólöglegri starfsemi í ferðaþjónustu, einkum í tengslum við leyfislausa gistingu, bílaleigur og ferðaskipuleggjendur.

„Ólögleg atvinnustarfsemin innan greinarinnar skekkir mjög samkeppnisaðstöðu fyrirtækjanna og svertir orðspor ferðaþjónustunnar í heild sinni. Markaðsstofa Norðurlands hvetur til þess að ráðherra kalli þegar til samstarfs þá aðila sem koma að leyfisveitingum og eftirliti með ferðaþjónustufyrirtækjum svo sem skattayfirvöld, sýslumenn og Ferðamálastofu til þess að unnt sé að samræma aðgerðir og hrinda þeim í framkvæmd.  Einnig vill Markaðsstofa Norðurlands beina þeim tilmælum til ráðherra að leyfismál innan ferðaþjónustunar verði tekin til endurskoðunar með það að markmiði að gera ferlið allt einfaldara, skýrara og skilvirkara,“ segir meðal annars í ályktun Markaðsstofu Norðurlands.

Nýjast