Frost í kortunum
Veðurstofan gerrir ráð fyrir vestlægri átt á Norðurlandi eystra, 5-15 m/s og snjókomu eða slyddu fram eftir morgni. Seinnipartinn verður suðvestlæg átt, 8-15 m/s, stöku él og vægt frost. Á morgun verður suðvestlæg átt, 8-15 m/sek. og yfirleitt úrkomulaust, frost á bilinu 0 5 stig.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á þriðjudag:
Suðvestan og vestan 10-18 m/s og éljagangur, en bjartviðri A-lands. Frost 0 til 6 stig.
Á miðvikudag:
Snýst í norðanátt, víða 8-13 og kólnar í veðri. Él um landið norðanvert, stöku él V-lands framan af degi, annars bjartviðri.
Á fimmtudag:
Norðan 5-15 m/s, hvassast með A-ströndinni. Él N-til á landinu, en bjart veður annars staðar. Frost víða 5 til 15 stig.
Á föstudag:
Hæg breytileg átt og víða léttskýjað, en norðvestan 8-13 m/s NA-til fram eftir degi og dálítil él. Frost 5 til 15 stig, en staðbundið að 20 stigum inn til landsins.
Á laugardag:
Horfur á sunnanátt með snjókomu S- og V-lands, síðar rigningu. Úrkomulítið á NA- og A-landi. Hlýnandi veður.
Á sunnudag:
Útlit fyrir sunnátt með rigningu, einkum S- og V-lands. Hiti 4 til 10 stig.