Ferðaþjónustan vill flugvöll í Vatnsmýri

44 þúsund manns hafa nú skrifað undir hvatningu þess efnis að flugvöllur verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Í fréttabréfi Samtaka fyrirtækja í ferðaþjónustu er í dag rifjað upp að samtökin létu síðasta haust gera könnun meðal félagsmanna summa, þar sem spurt var hvort þeir kysu frekar að hafa höfuðstöðvar innanlandsflugs á Reykjavíkurflugvelli eða í Keflavík. „Rúmlega 78% þeirra sem tóku afstöðu vildu hafa höfuðstöðvar flugsins á Reykjavíkurflugvelli,“ segir í fréttabréfinu.

Nýjast