Eygló Harðardóttir á Akureyri

Eygló Harðardóttir og Soffía Gísladóttir hjá Vinnumálastofnun
Eygló Harðardóttir og Soffía Gísladóttir hjá Vinnumálastofnun

Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, kynnti sér starfsemi Jafnréttisstofu á Akureyri í gær og ræddi við starfsfólk um áherslur í jafnréttismálum og helstu verkefni stofnunarinnar. Jafnréttisstofa tók til starfa á Akureyri í september árið 2000. Hún annast stjórnsýslu á sviði jafnréttismála á Íslandi í samræmi við lög um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og heyrir undir félags- og húsnæðismálaráðherra. Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir verkefnin fjölbreytt og víðfeðm og stofnuninni fátt óviðkomandi á sviði jafnréttismála.

Þá heimsótti Eygló Harðardóttir  einnig þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Akureyri. Atvinnuleysi á svæðinu er nú 2,6% og örfáir einstaklingar hafa lokið við bótarétt sinn og þurft að sækja framfærslu til sveitarfélaga að sögn Soffíu Gísladóttur, forstöðumanns þjónustuskrifstofu Vinnumálastofnunar á Akureyri.

Nýjast