Eina starfsmanni Rásar 1 á Akureyri sagt upp störfum
Pétri Halldórssyni starfsmanni Ríkisútvarpsins á Akureyri hefur verið sagt upp störfum. Hann er eini fastráðni starfsmaður stofnunarinnar á Akureyri sem sinnir eingöngu þáttagerð fyrir Rás 1.
Vegna niðurskurðar í rekstri þarf að fækka starfsmönnum stofnunarinnar um 60, þar af koma beinar uppsagnir 39 starfsmanna um mánaðamótin.