Efla verður forvarnarstarf í umferðinni

Mynd/þröstur Ernir
Mynd/þröstur Ernir

Fimm umferðarslys hafa orðið á og við Akureyri á undanförnum dögum og mildi  þykir að ekki urðu alvarleg slys á fólki í þessum óhöppum.

 „Ég held að þessi slysahrina eigi sér enga eina skýringu. Þetta er samblanda af mörgum þáttum en langflest umferðarslys verða vegna mistaka ökumanna á einn eða annan hátt,“ segir Gunnar Jóhannsson lögreglufulltrúi á Akureyri. „Okkur hefur orðið ágengt í forvarnarstarfi undanfarin ár og banaslysum fækkað jafnt og þétt síðustu tíu árin. En nú virðist þetta vera að fara upp á við aftur, því miður. Ég er hræddur um að við séum ekki búnir að sjá síðasta banaslysið á þessu ári. Það sem verður að gera er einfaldlega að efla forvarnarstarf og fræðslu, sérstaklega hjá ungum ökumönnum sem eru að stíga sín fyrstu skref í umferðinni.“

 Nánar um þetta í prentútgáfu Vikudags

throstur@vikudagur.is

Nýjast