Blikar eru bikarmeistarar

Breiðablik er bikarmeistari kvenna í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Þór/KA á Laugardalsvellinum í dag í úrslitaleik. Blikar komust yfir snemma leiks með marki frá Guðrúnu Arnardóttur en Katrín Ásbjörnsdóttir jafnaði metin fyrir Þór/KA snemma í síðari hálfleik. Rakel Hönnudóttir, fyrrum leikmaður Þórs/KA, skoraði hins vegar sigurmarkið fyrir Breiðablik þegar hálftími lifði leiks.

Nýjast