Akureyringur keppir um bresk útvarpsverðlaun
Ég tók upp fullt af efni í vetur og í sumar sá ég auglýst að framleiðendum í Bretlandi væri boðið að senda inn efni vegna útvarpsverðlauna. Ég ákvað að slá til og útlendingurinn komst í gegn! segir Sigurður Þorri Gunnarsson frá Akureyri, en hann var nýverið tilnefndur til bresku útvarpsverðlaunana British Public Radio Awards í flokki styttri heimildarþátta.
Ég sendi inn tvo tíu mínútna langa heimildarþætti og er tilnefndur fyrir þá báða. Annar þátturinn fjallar um kór hinsegins fólks í Norð- Austur Bretlandi en hinn er um sérstakan sundklúbb í London.
Mikil viðurkenning
Ég bjóst ekki við neinu þegar ég sendi þættina inn en fékk að vita á laugardaginn síðasta að ég væri tilnefndur fyrir báða þættina. Það kom mér virkilega á óvart. Það eru miklar kröfur í Bretlandi í þessum fræðum og eru dómararnir margir hverjir starfsfólk hjá BBC. Þeir eru mjög virtir og því átti ég alls ekki von á því að gera eitthvern usla hérna.
Úrslitin verða kynnt þann 5. september nk.
Nánar er rætt við Sigurð í prentútgáfu Vikudags