40 herbergja gististaður á Glerártorgi

Húsnæðið hefur staðið autt í nokkur ár / mynd karl eskil
Húsnæðið hefur staðið autt í nokkur ár / mynd karl eskil

„Við höfum sett okkur í samband við bæjaryfirvöld, þar sem við óskum eftir heimild til að nýta um 1.400 fermetra húsnæði á efri hæð Glerártorgs undir gistirekstur og málið er til meðferðar hjá bænum,“ segir Arnar Halldórsson framkvæmdastjóri SMI.Umrætt húsnæði, sem er fyrir ofan verslun Rúmfatalagersins, var byggt árið 2008 og hefur staðið autt.

„Upphaflega stóð til að þarna yrði ákveðinn rekstur, en þær áætlanir gengu ekki eftir, þannig að við höfum í hyggju að nýta plássið undir gistiaðstöðu. Ef allt gengur eftir, verður hægt að hefjast handa í vetur og opna næsta sumar. Þarna er hægt að koma fyrir fjörutíu herbergjum.“

 karleskil@vikudagur.is

Nýjast