Ferðamálayfirvöld á Íslandi, Grænlandi og í Færeyjum standa sem fyrr að Vestnorden undir merkjum NATA-samstarfsins og sér fyrirtækið Congress Reykjavík um skipulagninguna nú. „Það er vissulega nokkuð sérstakt að halda Vestnorden á þessu afmælisári og við finnum fyrir auknum áhuga af þeim sökum. Það er ekki endilega sjálfgefið að viðburðir sem þessir hafi svo langan líftíma, sem er bæði til marks um það góða samstarf sem er á milli landanna þriggja í þessum málum og eins vaxandi áhuga fólks á norðurslóðum," segir Lára B. Pétursdóttir hjá Congress Reykjavík, á vef Ferðamálastofu.
Á Vestnorden eiga ferðaþjónustuaðilar frá löndunum þremur kost á að hitta ferðaheildsala víða að en síðast þegar kaupstefnan var haldin hér á landi tóku þátt rúmlega 200 ferðaheildsalar frá tæplega 30 löndum. Skráningar eru komnar vel af stað en skráningarfrestur er til 5. ágúst. Ég hvet ferðaþjónustuaðila til að skrá sig sem fyrst því Vestnorden 2010 er viðburður sem enginn í íslenskri ferðaþjónustu má missa af," segir Lára. Skráning og nánari upplýsingar eru á vef Vestnorden http://www.vestnorden.com/.