Brýtur Þór/KA blað í sögu félagsins?

Mikil spenna er í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu fyrir lokaumferðina sem leikinn verður í dag þó að Íslandsmeistaratitillinn sé þegar farinn á loft. Enn á eftir að ráðast hvaða lið fellur ásamt Haukum og hvaða lið tryggir sér seinna Evrópusætið. Þór/KA og Breiðablik bítast um það eftirsótta sæti og þar standa Blikar betur að vígi en liðið hefur eins stigs forystu á Þór/KA í öðru sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina.

Þór/KA hefur aldrei komist í undankeppni Meistaradeildar Evrópu áður og getur því brotið blað í sögu félagsins í dag. Þór/KA sækir Aftureldingu heim í lokaumferðinni en Breiðablik fær nýkrýnda Íslandsmeistara Vals í heimsókn. Norðanstúlkur þurfa að vinna sinn leik og treysta á að Valur vinni Breiðablik, til þess að Evrópusætið falli í þeirra skaut. Allir leikirnir í Pepsi-deildinni í dag hefjast kl. 14:00.

Nýjast