Bryndís Rún Hansen, sundkona frá Óðni, sigraði í 100 m flugsundi á Íslandsmótinu í 25 laug sem haldið var í Laugardalnum um helgina. Hún setti í leiðinni stúlknamet í greininni. Bryndís nældi sér einnig í brons-og silfurverðlaun á mótinu.
Alls voru 12 keppendur frá Óðni á Íslandsmótinu en því verður gerð nánari skil í Vikudegi næstkomandi fimmtudag.