Bryndís Rún Hansen, sundkona úr Óðni, stingur sér til sunds í dag á Evrópumeistaramótinu í sundi í 25 m laug sem haldið er í Eindhoven í Hollandi þessa dagana.
Bryndís hefur keppni 50 m flugsundi í dag, á morgun laugardag keppir hún í 100 m flugsundi og hún endar svo á 50 m skriðsundi á sunnudaginn.
Bryndís er á meðal fimm keppenda frá Íslandi á mótinu.