Bryndís Rún hafnaði í 13. sæti í 50 m flugsundi

Bryndís Rún Hansen hafnaði í 13. sæti í 50 m flugsundi í gær á Ólympíuleikum ungmenna í Singepore. Bryndís komst inn í undanúrslitin á tímanum 28,60 sek. og bætti sig síðan um sjö sekúndubrot í sjálfu undanúrslitasundinu. Bryndís hóf leik í dag í sinni síðustu keppnisgrein sem er 100 m flugsund.

Nýjast