Brotist inn í Útilífsmiðstöðina að Hömrum

Brotist var inn í húsnæði Útilífsmiðstöðvarinnar að Hömrum á Akureyri sl. nótt og þaðan stolið peningaskáp.  

Tryggvi Marinósson, framkvæmdastjóri Útilífsmiðstöðvarinnar sagði að ekki hafi verið um háa fjárhæð að ræða í peningaskápnum sem var stolið. Nokkurt tjón var unnið í innbrotinu en þjófarnir brutu upp hurðir til að komast að peningaskápnum. Málið er nú í rannsókn hjá lögreglu.

Nýjast