Fimm leikskólar eiga eftir að ráða starfsmenn þ.e. um eitt stöðugildi á hverjum stað, en fagmenntun starfsmanna verður um 74% í deildarstarfinu. Þetta kom fram á fundi skólanefndar í gær. Einnig kom fram á fundinum að búið er að bjóða öllum börnum leikskólapláss sem fædd eru 2003-2006 og voru á umsóknarlistanum. Einnig er búið er að úthluta 13 börnum sem fædd eru 2007 leikskólaplássi í tveimur leikskólum.