Börn í Eyjafirði fá afhenta reiðhjólahjálma

Kiwanisklúbbarnir á Akureyri, Kaldbakur og Embla, afhenda öllum 7 ára börnum á svæðinu frá Dalvík til Grenivíkur, reiðhjólahjálma laugardaginn 5. júní nk. milli kl. 11 og 14. Þetta er í 21. sinn sem reiðhjólahjálmar eru afhentir og að þessu sinni eru börnin 338.  

Á Akureyri fer afhendingin að venju fram við verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð. Þar verða jafnframt í boði grillaðar pylsur frá Goða, pylsubrauð frá Kristjánsbakaríi og Frissi frá Ölgerðinni. Það er Eimskip sem er aðalstyktaraðili verkefnisins.

Nýjast