Borgarafundur á Akureyri um endurskoðun stjórnarskrárinnar

Stjórnlaganefnd og Eyþing halda borgarafund í Menningarhúsinu Hofi miðvikudaginn 20. október frá klukkan 20-22. Fundurinn er kynningafundur um stjórnlagaþing og Þjóðfund 2010 auk þess sem kallað er eftir sjónarmiðum íbúa.Njörður P. Njarðvík og Björg Thorarensen úr stjórnlaganefnd halda erindi og svara spurningumfrá þátttakendum.  

Stjórnlaganefnd var kosin af Alþingi í sumar til þess að undirbúa endurskoðun stjórnarskrárinnar. Nefndinni er ætlað að finna og leggja fram gögn fyrir stjórnlagaþing, standa fyrir Þjóðfundi um endurskoðun á stjórnarskrá, vinna úr upplýsingum frá fundinum og afhenda stjórnlagaþingi og loks að leggja fram hugmyndir að breytingum á stjórnarskránni.

,,Við viljum kynna íbúum þau áform sem eru uppi um endurskoðun á stjórnarskrá lýðveldisins. Við sem stöndum að undirbúningum óskum einnig eftir því að fá að heyra sjónarmið fólks um hvernig samfélag það vill byggja. Við hvetjum íbúa til að koma á fundinn og láta rödd sína heyrast," segir Guðrún Pétursdóttir formaður stjórnlaganefndar.

Nýjast