Blóðbankabíllinn með blóð- söfnun á Glerártorgi á morgun

Blóðbankabíllinn verður með blóðsöfnun á Glerártorgi á morgun, miðvikudaginn 15. september, frá kl. 11.30 til 17.30. Blóðbankinn þarf á 70 blóðgjöfum að halda daglega til að anna eftirspurn heilbrigðistofnanna um allt land. Hægt er að gefa blóð á þremur stöðum: Blóðbankanum Snorrabraut 60 í Reykjavík, Blóðbankanum á Sjúkrahúsinu á Akureyri og í Blóðbankabílnum.  

Blóðbankabíllinn er á ferðinni 2-3 daga í viku árið um kring og er starfsvæðið aðallega á suðvesturhorninu en tvisvar á ári fer bíllinn um Norðurland og Snæfellsnes. Einnig eru skólar,  fyrirtæki og bæjarfélög heimsótt reglulega. Það var Rauði Kross Íslands sem gaf Blóðbankanum blóðsöfnunarbílinn árið 2002 og er hann mjög fullkomlega útbúinn með fjórum blóðsöfnunarbekkjum. Bíllinn hefur gegnt mikilvægu hlutverki í öflun nýrra blóðgjafa og árlega koma um 3.000 blóðgjafar og gefa í bílnum. Allir þeir sem mega gefa blóð eru hvattir til þess að mæta á Glerártorg á morgun og gefa blóð.

Nýjast