Björninn og SA Jötnar mætast í Egilshöllinni í kvöld

Einn leikur fer fram á Íslandsmóti karla í íshokkí í kvöld en þá eigast við Björninn og SA Jötnar í Egilshöllinni kl. 19:30. Leikurinn átti að fara fram í síðustu viku en var frestað vegna veðurs.

Björninn hefur farið illa af stað í deildinni í vetur og situr á botninum með þrjú stig en Jötnar hafa sex stig.

Nýjast