16. nóvember, 2010 - 21:30
Fréttir
Björninn lagði SA Jötna að velli í kvöld, 4:3, er liðin mættust í Skautahöllinni á Akureyri á Íslandsmóti karla
í íshokkí. Þetta var þriðja viðureign liðanna í vetur og hefur Björninn haft betur í öll skiptin. Bjarnarmenn virðast
því hafa gott tak á Jötnunum. Með sigrinum er Björninn kominn með níu stig en Jötnar hafa sex stig á botni
deildarinnar.
Mörk Bjarnarins í leiknum skoruðu þeir Matthías Gauti Sigurðsson, Úlfar Jón Andrésson, Brynjar Bergmann og Hjörtur Geir
Björnsson.
Mörk Jötnana skoruðu Rúnar Freyr Rúnarsson, Andri Mikaelsson og Gunnar Hrafn Jónsson.