Bjarki Gíslason heldur áfram að bæta sitt eigið Íslandsmet

Bjarki Gíslason úr UFA stökk 4,57 m í stangarstökki á Gautaborgarleikunum á föstudaginn var og bætti þar með Íslandsmetið í 17-18 ára flokki og 19-20 ára flokki um 12 sm. Bjarki varð í öðru sæti í stangarstökkinu.

 Bjarki keppti svo í karlaflokki á sunnudaginn og bætti metið síðan á föstudaginn um 7 sm. Bjarki á nú Íslandsmetið í stangarstökki í þremur flokkum, drengja-, unglinga- og ungkarlaflokki.

Akureyri.net

Nýjast