Birna og Auður Anna í landsliðshópnum í blaki

Apostol Apostolov, landsliðsþjálfari í blaki, hefur valið 18 konur í æfingahóp fyrir A landslið kvenna sem heldur til Luxemborg á NOVOTEL Cup, dagana 7.-9. janúar 2011. Tveir leikmenn frá KA eru í hópnum en það eru Auður Anna Jónsdóttir og Birna Baldursdóttir. 

Hópurinn er þannig skipaður:

Ingibjörg Gunnarsdóttir, HK
Fríða Sigurðardóttir, HK
Karen Björg Gunnarsdóttir, HK
Velina Apostolova, HK
Birta Björnsdóttir, HK
Steinunn Helga Björgólfsdóttir, HK
Laufey Björk Sigmundsdóttir, HK
Kristín Salín Þórhallsdóttir, Þrótti Nes
Helena Kristín Gunnarsdóttir, Þrótti Nes
Zaharina Filipova, Þrótti Nes
Miglena Apostolova, Þrótti Nes
Auður Anna Jónsdóttir, KA
Birna Baldursdóttir, KA
Hjördís Eiríksdóttir, Stjörnunni
Hjördís Marta Óskarsdóttir, Stjörnunni
Fjóla Rut Svavarsdóttir, Þrótti Reykjavík
Elsa Sæný Valgeirsdóttir, Holte IF
Ásthildur Gunnarsdóttir, Amager VK

Aðeins fara að hámarki 12 leikmenn í ferðina og því falla sex úr hópnum fyrir ferðina en liðið kemur saman til æfinga 17.-19. desember.

Nýjast