Birna Baldursdóttir snýr aftur í landsliðið

Búið er að tilkynna kvennalandsliðshópinn í blaki fyrir undankeppni EM smáþjóða, sem hefst eftir tvær vikur í Möltu eða þann 10. júní. Í hópnum eru tveir leikmenn frá KA, þær Birna Baldursdóttir og Auður Anna Jónsdóttir. Birna er því kominn í landsliðið á nýjan leik, eftir fimm ára fjarveru.

 

Tvö efstu liðin í hverjum riðili komast áfram í lokakeppnina sem fram fer í maí á næsta ári. Ísland er í riðli með heimamönnum í Möltu, San Marínó, Luxemburg og Írlandi.

Íslenski landsliðshópurinn er skipaður eftirtöldum leikmönnum: 

Fríða Sigurðardóttir, HK
Birta Björnsdóttir, HK
Steinunn Helga Björgólfsdóttir, HK
Kristín Salín Þórhallsdóttir, HK
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir, UiS Volley
Ásthildur Gunnarsdóttir, Frederiksberg Volley
Helena Kristín Gunnarsdóttir, Þrótti Nes
Fjóla Rut Svavarsdóttir, Þrótti Reykjavík
Birna Baldursdóttir, KA
Auður Anna Jónsdóttir, KA
Hjördís Marta Óskarsdóttir, Stjörnunni
Hjördís Eiríksdóttir, Stjörnunni

Nýjast