Þór/KA og Fjarðabyggð/Leiknir mætast á Þórsvelli í kvöld kl. 18:45 í 16- liða úrslitum VISA- bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Fyrirfram verða norðanstúlkur að teljast mun sigurstranglegri, en Fjarðabyggð/Leiknir situr um miðja deild í B- riðli 1. deildarinnar á meðan Þór/KA er í toppbaráttunni í Pepsi- deildinni. Þess má geta að með liði Fjarðabyggð/Leiknis leikur Alexandra Tómasdóttir fyrrum leikmaður Þórs/KA.