Bikarkeppnin í blaki hefst í kvöld

Bridgestonebikarkeppnin í blaki hefst í kvöld og fer fyrsta keppni fram á Neskaupstað að þessu sinni en alls eru 14 lið skráð til keppni. Í karlaflokki eru bikarmeistarar KA með Þrótti Reykjavík og heimamönnum úr Þrótti Nes í riðli en leikin verður tvöföld umferð í dag og á morgun. Í hinum riðlinum eru HK, Stjarnan og Fylkir.

 

Í kvennaflokki er HK í riðli með Aftureldingu, Ými og Stjörnunni. Leikin verður einföld umferð hjá konunum í kvöld og á morgun. Í hinum riðlinum eru Þróttur Nes, KA, Þróttur R. og Eik frá Akureyri.

 

Sigurvegarar riðlakeppninnar komast beint í undanúrslit en hin liðin keppa að nýju í Ásgarði í Garðabæ í febrúar um þau tvö lausu sæti sem eftir eru í undanúrslitum.

Nýjast