Berglind ekki alvarlega meidd

Berglind Magnúsdóttir markvörður Þórs/KA, sem lenti í miklu samstuði við leikmann Grindavíkur í leik liðanna í gær á Þórsvellinum í Pepsi- deild kvenna, mun ekki vera alvarlega meidd. Í fyrstu var óttast að hún væri kjálkabrotin en niðurstöður röntgenmyndatöku í dag leiddu í ljós að svo var ekki.

Dragan Stojanovic þjálfari Þór/KA sagði í stuttu spjalli við heimasíðu Þórs í dag að Berglind væri mjög bólginn og þrútinn í andliti. Hann sagðist ekki geta sagt til um hversu lengi Berglind yrði frá vegna meiðslanna en hann vonaðist til að hún yrði fljót að ná sér.

Nýjast