Einnig átti að reisa stúkubyggingu á svæðinu, ásamt því að laga grassvæði sunnan félagsheimilis KA. Heildarkostnaður er 171 milljón króna. Jarðvegsframkvæmdir hófust í síðustu viku en þeim hefur nú eins og fyrr segir verið frestað. Bæjaryfirvöld héldu fund með forsvarsmönnum KA í morgun og skýrðu þeim frá þessari ákvörðun. Stór hluti af kostnaðurinn er vegna kaupa á gervigrasi. Akureyrarbæ þykir rétt að fresta framkvæmdum um tíma, vegna óhagstæðs gengis gengismála. Búið var að ganga frá samningi við verktaka um þessar framkvæmdir, og verður væntanlega samið við hann um breytingar á verkinu. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri segir að þessa dagana séu ýmsar aðrar verklegar framkvæmdir í endurskoðun. Sérstaklega eigi þetta við um framkvæmdir sem kalli á fjárfestingar erlendis frá. Gengi krónunnar sé einfaldlega þannig að skynsamlegt sé að doka við um stund. Þetta kemur fram á vef RÚV.