Í fyrsta lagi, með þá ákvörðun að ráðast í gerð Vaðlaheiðarganga strax á næsta ári. Útlit er
fyrir að göngin verði komin í gagnið um svipað leyti og framkvæmdir við álver á Bakka hefjast, en nú í vikunni var
ákveðið að ráðast í gerð formlegs umhverfismats vegna álversins. Þá segir í bókuninni að það sé
ekki síður mikilvægt að strax í ár verður hafist handa við lengingu Akureyrarflugvallar. Sveitarstjórnir á svæðinu hafa lengi barist
fyrir þessum framkvæmdum sem styrkja til muna forsendur fyrir vexti og atvinnuþróun á Norðausturlandi. Í öðru lagi, nýlegt samkomulag
ríkis og borgar um uppbyggingu samgöngumiðstöðvar við Reykjavíkurflugvöll. Bygging samgöngumiðstöðvar er löngu tímabær
framkvæmd sem bætir til muna aðbúnað þeirra sem ferðast flugleiðis til og frá höfuðborginni. Jafnframt verður í
samgöngumiðstöðinni aðstaða fyrir fleiri flugrekstraraðila í innanlandsflugi sem ætti að skapa möguleika á samkeppni í þessum
rekstri.
Bæjarstjórn samþykkti bókun bæjarstjóra með 10 samhljóða atkvæðum en Oddur Helgi Halldórsson sat hjá við
afgreiðslu.