Um ástæðu boðsins segir Björn á vef félagsins, að þar sem þeir eru báðir nýir í starfi þá vildi hann kynna fyrir þá félagið og einnig vegna þess að á annað þúsund félagsmenn starfa hjá Akureyrarbæ. „Þetta var mjög góður fundur þar sem við fórum yfir starfsemi félagsins ásamt því að ræða ýmis önnur mál. Við höfum alltaf átt gott samstarf við forystumenn bæjarins og ég hef enga trú á að það muni koma til með að breytast. Það er mjög jákvætt þegar við fáum heimsókn sem þessa þar sem menn vilja koma og sjá hvað við erum að gera fyrir þeirra starfsmenn, okkar félagsmenn."